Innlent

Mótmælt á Austurvelli í dag

vísir/friðrik
Efnt hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Hópurinn Við viljum kjósa stendur fyrir mótmælunum og hafa um þúsund manns boðað komu sína.

„Enn sýnir ríkisstjórnin engin merki þess að hún ætli að hlusta á þjóðina, heldur ætlar að hún að keyra málið í gegn á sem skemmstum tíma, og með sem minnstum umræðum. Það er gríðarlega mikilvægt að við látum ekki troða lýðræðið niður í svaðið með þessum hætti. Vilji þjóðarinnar er skýr. Við krefjumst þess að þingsályktunartillagan verði dregin tilbaka og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna,“ segir í tilkynningu hópsins.


Tengdar fréttir

Boða aftur til mótmæla

Aftur hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli og fara þau fram á morgun. Mótmælin eru gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll

Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×