Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala ingvar haraldsson skrifar 21. júlí 2016 09:59 Bæjarráð hefur heimilað bæjarsstjóra að undirrita samkomulag við félagið. fréttablaðið/GVA Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Mosfellsbær hyggst úthluta lóð til félagsins MCPB ehf undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, að undirrita samkomulag við félagið. MCPB ehf er að mestu í eigu Burbanks Holding BV í Hollandi en forsvarsmenn félagsins hafa unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma að því er fram kemur í tilkynningu. Uppbygging og rekstur verður í samstarfi við spænska hjartalækninn dr. Pedro Brugada. „Áhersla verður eingöngu lögð á þjónustu við erlenda sjúklinga, austan hafs og vestan. Starfseminni er því ekki ætlað að hafa nein áhrif á íslenska heilbrigðiskerfið,“ segir Henri Middeldorp framkvæmdarstjóri Burbanks Holding BV. Hjartasérfræðingurinn Pedro Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í haust. Morgunblaðið greinir frá því að áætlaður kostnaður við verkefnið sé 54 milljarðar íslenskra króna. Haraldur segir þetta mikilvæga ákvörðun fyrir Mosfellsbæ ef af uppbyggingar áformum verður. „Umfang verkefnisins er af þeirri stærðargráðu að það mun hafa veruleg áhrif á atvinnulíf og mannlíf í Mosfellsbæ. Viðræður við þessa aðila gengu fljótt og vel fyrir sig. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að Mosfellsbær hefur áður fengið sambærilegt verkefni til umfjöllunar. Það eru nokkur ár síðan en af þeim áætlunum varð ekki. Þess vegna er búið að vinna ákveðna grunnvinnu og meðal annars gera ráð fyrir slíkum byggingum á þessum stað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Við erum tilbúin að hefja skipulagsvinnu með þessum aðilum en það er eina aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu á þessum undirbúningstíma.“ Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ við Hafravatnsveg.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira