Innlent

Mörg hótel hálftóm

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Talsmaður ferðaþjónustunnar segir mikið í húfi að flug komist af stað sem fyrst. Nærri gosstöðvunum standi margir gististaðir hálftómir, og þar hafi menn þungar áhyggjur af framhaldinu.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að mikill uggur sé í ferðamannabransanum ef áfram verður lokað fyrir flugumferð á Keflavíkurflugvelli.

„Það hefur auðvitað mjög slæmar afleiðingar," segir Erna. „Það voru mikil vonbrigði að það hafi þurft að fella niður flugið í fyrramálið. Við eigum von á stórum hópum hingað til lands eftir helgi. Það er mikið í húfi að flugið komist af stað sem allra allra fyrst."

Þá segir Erna að ástandið í grennd við gosið sé slæmt. Hún hefur verið í sambandi við hóteleigendur á svæðinu í dag, og mörg hótelin séu hálftóm, þar sem fólki hafi verið hleypt vestur þegar rofaði til í dag.

„En fólki er náttúrulega ekki hleypt á svæðið. Þú getur ímyndað þér hvernig það er að reka hótel sem er galtómt. Það hafa allir áhyggjur af framhaldinu," segir Erna að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×