Innlent

Mörður vill rannsókn á stuðningi við Íraksstríðið

Mörður Árnason.
Mörður Árnason.

Ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak, virðist hafa verið æ geggjaðri eftir því sem meira kemur fram, segir Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. Aðdragandinn var lengri en áður hefur verið talið. Það sýna skjöl sem hafa komið í leitirnar í utanríkisráðuneytinu.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra var í viðtali við morgunútvarp rásar tvö í morgun. Þar greindi hann frá skjölum sem komið hefðu fram í utanríkisráðuneytinu. Þau sýndu að aðdragandi að stuðningi Íslands við innrásina í Írak vorið 2003, hefði verið lengri en áður hefði verið talið.

Þau sýndu að íslenskir embættismenn hefðu rætt ivð bandaríska embættismenn nokkru fyrr. Bandaríkjamennirnir hefðu þrýst á að Íslendingar styddu árásina.

Össur sagði að skjölin hefðu komið fram, þar sem erindi á Alþingi kallaði á söfnun skjala; en sagði ekki nánar frá; að öðru leyti en því að þarna væru athyglisverðar upplýsingar. Hann bætti því við að það hefði verið röng ákvörðun að styðja innrásina.

Fram hefur komið að Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem var utanríkisráðherra, tóku endanlega ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina.

Í gögnum Wikileaks sem birt voru um helgina, kemur meðal annars fram að hernámsliðið í Írak, hefur séð í gegnum fingur sér með pyntingar og að mannfall í röðum almennra borgara er allnokkru meira en hingað til hefur verið talið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×