Innlent

Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik

Maðurinn fannst látinn á heimili sínu.
Maðurinn fannst látinn á heimili sínu. MYND/Egill

Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×