Handbolti

Möguleikar Kiel á fimmta deildarmeistaratitlinum í röð litlir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð hefur ekki verið sáttur eftir tapið í dag.
Alfreð hefur ekki verið sáttur eftir tapið í dag. vísir/getty
Möguleikar Kiel á að vinna fimmta deildarmeistaratitilinn í röð í Þýskalandi eru litlir eftir 28-26 tap gegn Flensburg í dag.

Heimamenn í Kiel voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik spýttu gestirnir í lófana og unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-26.

Kiel er nú fjórum stigum á eftir Rhein-Neckar Löwen sem er á toppnum og þremur á eftir Flensburg sem er í öðru sætinu þegar fimm leikir eru eftir, en þeir hafa verið meistarar síðustu fjögur ár.

Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel, en Niclas Ekberg var markahæstur hjá þeim með sjö mörk. Kentin Mahe gerði sex mörk ásamt Thomas Mogensen hjá Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×