Lífið

Missti fóstur komin 17 vikur á leið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stílistinn Karyn Starr er í viðtali í netþættinum The What's Underneath Project á vegum StyleLikeU. 

Í viðtalinu opnar hún sig um baráttu sína við þunglyndi og einnig þá ákvörðun að fara í brjóstaminnkunaraðgerð þegar hún var 21 árs.

„Ég var í stærð 30F eða H. Brjóstin voru það stór að ég sá ekki tærnar mínar,“ segir Karyn sem gat varla gengið húsa á milli án þess að einhver kallaði á eftir henni athugasemdir um brjóstin.

„Athyglin var alltof mikil og ég var líka orðin mjög bakveik,“ segir hún. Henni leið strax betur eftir aðgerðina.

„Mér fannst ég svo frjáls nánast um leið og ég vaknaði.“

Í myndbandinu er Karyn komin níu mánuði á leið en segir frá þeirri hrikalegu lífsreynslu þegar hún missti fóstur í fyrra, komin sautján vikur á leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×