Erlent

Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarstarf er hafið og unnið er að því að koma íbúum sem fastir eru í rústum bygginga til bjargar.
Björgunarstarf er hafið og unnið er að því að koma íbúum sem fastir eru í rústum bygginga til bjargar. Vísir/afp
Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. BBC greinir frá.

Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Björgunarstarf er hafið og unnið er að því að koma íbúum sem fastir eru í rústum bygginga til bjargar.

Staðfest er að minnst 42 létust í Morelos-ríki, suður af Mexíkóborg þar sem fjögur dauðsföll hafa verið staðfest. Þá eru átta látnir í Mexíkó-ríki og sex í Puepla-Ríki.

Sjá einnig: Myndbönd sýna kraft skjálftans í Mexíkó

Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.

32 ár eru upp á dag frá því að tíu þúsund manns létust í jarðskjálfta í Mexíkóborg árið 1985. Í frétt BBC segir að jarðskjálftinn í kvöld hafi riðið yfir á sama tíma og haldin var æfing vegna viðbragða við jarðskjálfta.

Talið er að um fjórar milljónar manna séu án rafmangs af völdum jarðskjálftans. Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. 


Tengdar fréttir

Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó

Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×