Erlent

Minnst 52 látnir í jarðskjálfta í Indónesíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 280 byggingar eru skemmdar eða hrundar og þá flestar í Pidie Jaya.
Minnst 280 byggingar eru skemmdar eða hrundar og þá flestar í Pidie Jaya. Vísir/AFP
Minnst 52 eru látnir og hundruð eru slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta í Indónesíu í nótt. Skjálftinn mældist 6,5 stig og var á 8,2 kílómetra dýpi. Verst varð héraðið Aceh úti í jarðskjálftanum en fjöldi bygginga hrundi þar. Óttast er að margir sitji fastir í rústunum.

Jarðfræðistofnun Indónesíu segir enga hættu vera á flóðbylgju. Árið 2004 létust meira en hundrað þúsund manns í Aceh héraði vegna flóðbylgju.

Samkvæmt frétt BBC er talið að fjöldi látinna muni hækka. Minnst 280 byggingar eru skemmdar eða hrundar og þá flestar í Pidie Jaya. Rafmagnsstaurar hrundu og vegir fóru einnig illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×