Erlent

Minnst 20 látnir eftir árás á lögregluskóla í Pakistan

Anton Egilsson skrifar
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi.
Að minnsta kosti 20 manns eru sagðir vera látnir eftir að uppreisnarmenn réðust inn í lögregluskóla í borginni Quetta í Pakistan í kvöld.  BBC greinir frá þessu.

Stjórnvöld segja að að minnsta kosti fimm vopnaðir uppreisnarmenn hafi gert árás á skólann í dag en tveir þeirra eru sagðir af eftir aðgerðir pakistanska hersins í kjölfarið.

Það tók meðlimi úr pakistanska hernum nokkrar klukkustundir að komast inn í skólabygginguna eftir að árásarmennirnir brutust þar inn og hófu skotárás.  Tókst þeim að koma hundruðum nemenda út úr byggingunni og hafa allir þeir særðu verið fluttur á sjúkrahús.

Enginn uppreisnarhópur hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×