Erlent

Minnihlutastjórn Löfvens gæti haldið velli eftir allt saman

Stefan Löfven, forsætisráðherra.
Stefan Löfven, forsætisráðherra. Vísir/AFP
Svo gæti farið að ekkert verði af því að boða þurfi til kosninga í Svíþjóð eins og útlit hefur verið fyrir. Á dögunum mistókst Stefan Löfven forsætisráðherra að ná fjárlögum í gegnum þingið þar sem flokkarnir sem lýst höfðu yfir stuðningi við minnihlutastjórn hans snérust gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Nú er hinsvegar greint frá því í sænska ríkisútvarpinu að síðustu daga hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar verið að hitta leiðtoga borgaralegu flokkanna á þinginu á leynilegum fundum.

Þeir fundir eru sagðir miða að því að fá borgaralegu flokkana til þess að styðja við ríkisstjórnina og koma fjárlögum í gegnum þingið. Beri þessir fundir árangur má því búast við því að ríkisstjórn Löfvens sitji áfram, studd af borgaralegu flokkunum og þá þarf ekki að boða til nýrra kosninga en búist var við því að það myndi Löfven gera á milli jóla og nýárs, þegar þrír mánuðir verða liðnir frá síðustu þingkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×