Innlent

Milljón til Mæðrastyrksnefndar eftir píanóspil

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir Kringlunnar virtust ánægðir með framtakið.
Gestir Kringlunnar virtust ánægðir með framtakið.
205 gestir Kringlunnar settust við píanó síðustu dagana fyrir jól og spiluðu lag. Hagkaup hafði skorað á landsmenn en verslunin heitti því að láta fimm þúsund krónur renna til Mæðrastyrksnefndar fyrir hvert spilað lag.

Píanóinu var komið fyrir utan við verslun Hagkaupa á annarri hæð verslunarmiðstöðarinnar og tóku rúmlega tvö hundruð gestir áskoruninni.

Að neðan má sjá stutt myndband sem lýsir ágætlega stemningunni við píanóið dagana fyrir jól.

Hagkaup og Mæðrastyrksnefnd.

Við brugðum á leik með viðskiptavinum í Kringlunni sem gátu látið gott af sér leiða í miðri jólaversluninni og skemmt sér og öðrum í leiðinni. Þökkum kærlega öllum þeim sem tóku þátt.

Posted by Hagkaup on Friday, December 25, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×