Milljón króna þjófnaður af byggingarsvæði í nótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 21:45 Hér má sjá skjáskot af myndbandinu sem er á Facebook síðu Mótanda ehf. Ragnar Ólason, t.h., skilur ekki að fólk skuli gera svona. Mynd/Ragnar „Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira