Milljón króna þjófnaður af byggingarsvæði í nótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 21:45 Hér má sjá skjáskot af myndbandinu sem er á Facebook síðu Mótanda ehf. Ragnar Ólason, t.h., skilur ekki að fólk skuli gera svona. Mynd/Ragnar „Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
„Það tekur langan tíma að skoða hvað var tekið og að meta tjónið. En þetta hleypur á einhverjum milljónum,“ segir Ragnar Ólason, einn eigandi byggingarfélagsins Mótanda en brotist var inn á byggingarsvæði þeirra klukkan fimm í morgun. Rándýrum tækjum var stolið, mikið af batterísborvélum en verðmæti einnar slíkrar er um hundrað þúsund krónur. „Þau tóku líka handverkfæri og eiginlega allt sem tilheyrir flísurum og pípurum.“ Maður og kona voru að verki og hefur Mótandi birt myndband af þeim á Facebook síðu sinni þar sem þau sjást athafna sig. Maðurinn er klæddur í hvíta peysu og hvítar buxur en konan er svartklædd og með húfu. Ragnar Ólason segist vona að notendur Facebook geti gefið vísbendingar um hvaða fólk er þarna á ferli. „Við vonum að fólk geti verið virkt í því með okkur að koma í veg fyrir svona vitleysinga.“ Myndir af þjófunum má sjá neðst í fréttinni.Klipptu á vír og spenntu upp glugga Tvímenningarnir hafa að öllum líkindum verið búnir að undirbúa þjófnaðinn þar sem þau voru fljót að athafna sig. Eins og sést á myndbandinu eru þau rétt tæplega korter að brjótast inn, fylla bílinn af verkfærum og keyra í burtu. Byggingarsvæðið er afgirt en klippt var á mótavír sem heldur girðingu þess saman. Svæðið er í Kópavogi, nánar tiltekið við Álfhólsveg 22, en þar á að reisa sextán íbúða blokk. Parið fór einnig inn í fjórar íbúðanna með því að spenna upp glugga og hlutust af því skemmdir. „Maður skilur þetta ekki,“ segir Ragnar sem hefur að sjálfsögðu tilkynnt lögreglu um innbrotið og afhent myndbandsupptökuna. „Þau hafa verið að dunda sér þarna inni í svolítinn tíma. Svo hleypur stelpan og opnar hliðið, hann keyrir niður og þau eru tíu mínútur að hlaða bílinn.“ Bílinn er af gerðinni Suzuki. Ef einhver hefur upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu eða Ragnar Ólason beint í síma 6618820. Myndbandið má sjá hér.Hér sést maðurinn undirbúa komu bílsins. Hann er hvítklæddur frá toppi til táar.Mynd/SkjáskotStúlkan opnar hliðið fyrir bílnum sem er af gerðinni Suzuki samkvæmt Facebook síðu Mótanda. Hún er með hvíta húfu en að öðru leyti svartklædd.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira