Erlent

Milljarður notaði Facebook á mánudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett nýtt met á mánudaginn. Þá notuðu meira en einn milljarður manns um heiminn allan samfélagsmiðilinn. „Á mánudaginn, notaði einn af hverjum sjö jarðarbúum Facebook til samskipta við vini og fjölskyldu,“ skrifaði Zuckerberg á Facebook í kvöld.

Notendur Facebook urðu einn milljarður í október 2012, en fyrirtækið var stofnað árið 2004. Þá var Mark Zuckerberg í Harvard háskólanum. Samkvæmt BBC gaf fyrirtækið frá sér tilkynningu í júlí, þar sem því var haldið fram að helmingur þeirra sem hafa aðgang að internetinu fari á Facebook minnst einu sinni í mánuði.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við náum þessum áfanga og það er einungis byrjunin á þeirri vegferð að tengja allan heiminn.“

We just passed an important milestone. For the first time ever, one billion people used Facebook in a single day.On...

Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, August 27, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×