Innlent

Miklir vatnavextir í Múlakvísl

Múlakvísl.
Múlakvísl. Mynd/ Pjetur.
Rafmagnsmastur sem staðsett var í varnargarðinum við Múlakvísl féll í gærkvöldi en miklir vatnavextir hafa verið í ánni að undanförnu. Örlygur Jónasson starfsmaður hjá Rarik segist hafa fengið fréttir frá Vegagerðinni í gærmorgun um að varnargarðurinn gæti gefið sig og lét þá aftengja rafmagnslínuna, en um svokallaða tengilínu er að ræða sem flytur rafmagn á milli Víkur og Klausturs. Engin truflun varð þó á sambandi enda er um nokkurksonar varalínu að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni stafa vatnavextirnir fyrst og fremst vegna mikilla rigninga síðustu daga sem og bráðnun jökla en farið er að sjatna í ánni nú.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×