Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá Eggerti og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vestsjælland vann góðan sigur í dag.
Vestsjælland vann góðan sigur í dag. vísir/heimasíða FCV
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Vestsjælland unnu afar mikilvægan, 2-1, sigur á dönsku meisturunum í Aab í danska fótboltanum í dag.

Eggert Gunnþór var á sínum stað í byrjunarliði Vestsjælland. Nicklas Helenius kom Aab yfir eftir átján mínútna leik, en Osama Akharraz jafnaði metin á 47. mínútu.

Íslendingurinn nældi sér í gult spjald eftir rúman klukkutíma leik, en sigurmarkið kom stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það gerði Anders Kure og 2-1 sigur Vestsjælland staðreynd.

Vestsjælland er enn í fallsæti eftir sigurinn, en nú einungis fimm stigum frá öruggu sæti. Esbjerg á þó leik til góða, en sigurinn var lífsnauðsynlegur upp á framhaldið.

Frederik Schram, markmaður U21-ára landsliðs Íslands, sat allan tímann á bekknum hjá Vestsjælland, en Eggert spilaði allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×