Mikilvægt að útskrifa fleiri með tæknimenntun Gunnar Gunnarsson skrifar 26. júní 2014 20:15 Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira