Mikilvægt að útskrifa fleiri með tæknimenntun Gunnar Gunnarsson skrifar 26. júní 2014 20:15 Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alls tóku 2572 einstaklingar við brautskráningarskirteinum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík nýverið. Athygli vekur að í þessum hóp eru einungis 579 með iðn- og tæknimenntun, eða 22,5%. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimenntuðu fólki hér á landi. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tæknigreinum, og þá sérstaklega í verkfræði- og hugbúnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðargerð“, segir Jón. „Þegar að við erum að byggja upp 3000 störf á ári, þá þurfa 1500 af þeim störfum að vera í háskólagreinum. Og þau fög sem gætu gefið flest störf eru í hugbúnaðar- og tæknigreinum. Þannig að það þarf fleira fólk hér á landi með þessa menntun, það er ekki nokkur vafi á því. Þessi störf eru í boði ef fólkið er til. En því miður er vöntun á hugbúnaðarfólki.“ Jón segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrifist með menntun í tæknigreinum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið. Og þegar að þetta er mikilvægt fyrir samfélagið þá er auðvitað mikilvægt ef að samfélagið vill halda þessum fyrirtækjum í landinu að þau séu vel fjármögnuð og geti ráðið þetta fólk í vinnu.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, kallar eftir viðhorfsbreytingum gagnvart þessum greinum. „Það þarf að byrja miklu fyrr. Það þarf að byrja í grunnskólunum, kynna fyrir kennörum, foreldrum og ekki síst nemendum, fyrir öllum þeim tækifærum sem felast í iðn- og starfsnámi. Það þarf að fara að gera eitthvað í hlutunum og ég sé ekki betur en að það séu allir sammála um að taka almennilega til hendinni. Aðilar vinnumarkaðarins eru til í þetta, og ég sé ekki betur en að ráðuneytið sé það líka“, segir Þorgerður Katrín.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira