Innlent

Mikill uppgangur í Mosfellsbæ

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Um tvöhundruð nýir íbúar munu flytja inn í nýtt hverfi í Mosfellsbænum á næstu vikum en mikil sala er á nýju húsnæði í sveitarfélaginu.

Ný íbúðarhverfi í Mosfellsbæ eins og í Hellafellslandi og í Leirvogstungu eru vinsæl en þar eru 40 fjölskyldur að flytja í hverfið á næstu vikum.

Þá er verið að byggja nýjan framhaldsskóla fyrir um það bil 600 nemendur auk þess sem unnið er að byggingu á nýju íþróttahúsi á Varmá og nýr leikskóli verður opnaður í næstu viku.

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson segir mikinn uppgang í bænum og heilmikið að gera.

„Við gerum ráð fyrir um 400 nýjum íbúðum í Leirvogstunguhverfinu fyrir um það bil 1200 íbúa þegar framkvæmdum líkur hér,“ segir Haraldur.

Um ástæður þess hve bærinn er vinsæll segir Haraldur að lóðaverð sé með því ódýrara sem gerist á höfuðborgarsvæðinu, um sex til átta milljónir á einbýlishúsalóð.

„Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði í bænum og Það er mjög ánægjulegt að þessi uppbygging sé í gangi vegna þess að það er skortur á íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ eins og staðan er í dag.Það er gaman að vera bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sérstaklega þegar svona mikið eru um að vera,“ segir Haraldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×