Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í viðskiptafræði. Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira