Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í viðskiptafræði. Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira