Skoðun

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Þorsteinn Víglundsson skrifar
Á liðnum áratug hefur handbært fé Landsvirkjunar frá rekstri fjórfaldast í Bandaríkjadölum. Handbært fé frá rekstri er það fjármagn sem Landsvirkjun hefur til umráða í lok hvers rekstrarárs eftir að hafa staðið skil á rekstrargjöldum og vöxtum. Á sama tímabili hefur raforkusala Landsvirkjunar aukist úr 6.800 GWh í nær 13.000 GWh, eða því sem næst tvöfaldast. Stærstur hluti þessarar aukningar er tilkominn vegna raforkusölu til stóriðju.

Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar undangengin tíu ár hefur verið liðlega 18% að jafnaði í Bandaríkjadölum. Eigið fé fyrirtækisins hefur liðlega fjórfaldast á tímabilinu og félagið greitt um 45 milljónir dala í arð til eigenda sinna að auki.

Þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum, m.a. í Kárahnjúkavirkjun, og tilheyrandi vaxtakostnað, hefur handbært fé á hverja selda einingu í raun tvöfaldast. Þessi þróun ber aukinni arðsemi Landsvirkjunar á sama tíma glögglega vitni.

Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar er því haldið fram að raforkusala til stóriðju hafi ekki skilað eigendum sínum tilhlýðilegri arðsemi. Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og því í eigu íslensku þjóðarinnar. Hún hefur sem eigandi bæði notið þess að eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað að raungildi.

Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×