Innlent

Metútborgun hjá Íslenskri getspá í dag

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þrír heppnir vinningshafar fá dágóðar summur í dag.
Þrír heppnir vinningshafar fá dágóðar summur í dag. vísir/valli
Þrír heppnir vinningshafar og fjölskyldur þeirra fá í dag digrar summur inn á reikninga sína.

Fyrst bera að nefna vinningshafann í Víkingalottóinu þann 27. júlí sem var með allar aðaltölur réttar og hlaut ríflega 260 milljónir í vinning. Sá heppni keypti miðann sinn í N1 við Stórhjalla í Kópavogi.

Í sama útdrætti í Víkingalottóinu var einn vinningsmiði með bónusvinning upp á rúmlega 10,6 milljónir. Sá var með miðann sinn í áskrift.

Þá var vinningshafi í Lottó þann 23. júlí með tæplega 35,8 milljónir króna. Sá miði var keyptur í Skýlinu við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum. Eigendurnir hafa vitað af vinningnum í dágóðan tíma en voru ekki að flýta sér sérstaklega við að skila honum til Íslenskrar getspár. Miðinn ferðaðist um landið í sumar í rassvasa eigandans. Vinningshafarnir eru eldri borgarar með nokkur uppkomin börn, en þau ætla að deila vinningnum með börnum sínum og barnabörnum, og nota upphæðina til að greiða niður íbúðalán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×