Fótbolti

Metáhorf á HM í Bandaríkjunum

Þjóðverjar fagna titlinum í Berlín í dag.
Þjóðverjar fagna titlinum í Berlín í dag. vísir/afp
Fótboltinn virðist loks vera að ná smá fótfestu í Bandaríkjunum en mjög gott áhorf var á úrslitaleik HM í Brasilíu í landinu.

Tæplega 27 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á leik Þýskalands og Argentínu og komu þær tölur forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna þægilega á óvart.

17 milljónir horfðu á leikinn á ABC-sjónvarpsstöðinni og um 10 milljónir sáu leikinn á Univision en sú stöð sendir út á spænsku.

Þetta er met í Bandaríkjunum en tæplega 25 milljónir sáu úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan og sami fjöldi horfði á leik Bandaríkjanna og Portúgal á nýliðnu HM.

Þess má einnig að 3 milljarðar tjáðu sig um HM á Facebook og 672 milljónir skrifuðu um HM á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×