Innlent

Mesta jafnréttið á Íslandi sjötta árið í röð

Ísland er enn sem fyrr efst á lista yfir þjóðir heimsins þegar mið er tekið af jafnrétti kynjanna. Það er Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, sem tekur listann saman árlega þar sem hundrað fjörutíu og tveimur ríkjum heims er raðað eftir stöðu jafnréttismála.

Ísland er í efsta sætinu sjötta árið í röð en Jemen rekur lestina. Horft er til efnahagslegra þátta, heilsu, menntunar og stjórnmálaþáttöku karla og kvenna.

Góðu fréttirnar eru þær að jafnrétti virðist vera að aukast um allan heim en hundrað og fimm lönd á listanum hafa bætt sig frá árinu 2005. Staðan hefur aðeins versnað hjá sex þjóðum á sama tímabili, en það eru Sri Lanka, Malí, Króatía, Makedónía, Jórdan og Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×