FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 08:09

Harđlínumađur stađfestur sem sendiherra í Ísrael

FRÉTTIR

Messi međ tvö mörk og tvćr stođsendingar í fyrsta leik ársins

 
Fótbolti
21:26 06. JANÚAR 2016
Neymar og Andrés Iniesta fagna Lionel Messi í kvöld.
Neymar og Andrés Iniesta fagna Lionel Messi í kvöld. VÍSIR/GETTY

Barcelona vann 4-1 heimasigur á nágrönnum sínum í Espanyol í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins í fótbolta á Nývangi í kvöld.

Barcelona-maðurinn Lionel Messi byrjar árið á fullu skriði en hann skoraði tvö mörk í kvöld og lagði hin tvö fyrir félaga sína, Gerard Piqué og Neymar.

Seinni leikur liðanna fer síðan fram á heimavelli Espanyol í næstu viku. Barcelona er því í mjög góðum málum og ætti að eiga frekar auðvelt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.

Leikmenn Espanyol fengu samt draumabyrjun þegar Felipe Caicedo kom liðinu í 1-0 strax á 8. mínútu leiksins.

Espanyol var þó bara yfir í fimm mínútur því Lionel Messi jafnaði á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Andrés Iniesta.

Messi kom Barcelona síðan í 2-1 með marki beint úr aukaspyrnu á 44. mínútu leiksins.

Gerard Piqué skoraði þriðja mark Barcelona eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleiks.

Fjórða markið kom síðan í uppbótartíma og það skoraði Neymar eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.


Lionel Messi skorar hér seinna markiđ sitt beint úr aukaspyrnu.
Lionel Messi skorar hér seinna markiđ sitt beint úr aukaspyrnu. VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Messi međ tvö mörk og tvćr stođsendingar í fyrsta leik ársins
Fara efst