LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 18:45

„Hvađ varđ um loforđiđ eftir ađ Borgunarhneyksliđ kom upp?"

VIĐSKIPTI

Messi fljótur ađ svara fyrir sig

 
Fótbolti
20:30 14. JANÚAR 2016
Messi er hér tćklađur af Gonzalez í leiknum í gćr.
Messi er hér tćklađur af Gonzalez í leiknum í gćr. VÍSIR/GETTY

Lionel Messi er greinilega fljótur í tilsvörum ef marka má fregnir á Spáni eftir að grannliðin Barcelona og Espanyol mættust í spænsku bikarkeppninni í gær.

Samkvæmt spænskum miðlum það hafa komið varnarmanninum Alvaro Gonzalez á óvart hversu lágvaxinn Messi er. „Þú ert virkilega lágvaxinn,“ sagði Gonzalez við Messi en það stóð ekki á svörum hjá þeim argentínska.

„Þú ert virkilega slæmur [knattspyrnumaður],“ sagði Messi sem telur 170 sentimetra og var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA í fimmta sinn í upphafi vikunnar.

Barcelona vann öruggan sigur á Espanyol í bikarleikjunum tveimur. Liðið hafði betur í gær, 2-0, og þar með 6-1 samanlagt.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Messi fljótur ađ svara fyrir sig
Fara efst