Menning sem gróðrarstía ofbeldis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir skrifar 8. desember 2015 07:00 Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun