Meirihlutinn ræður Hjálmar Hjálmarsson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Fimmtudaginn 12. jan. sl. varð áhugaverð uppákoma í bæjarráði Kópavogs. Þá ákvað bæjarráð að hafna erindi Leikskólanefndar með 4 atkvæðum gegn 1. Formaður (S) og varaformaður bæjarráðs (VG) ákváðu án samráðs við meirihluta sinn í bæjarstjórn að sameinast minnihlutanum (D) og hafna erindi frá meirihlutanum sem á 3 fulltrúa í Leikskólanefnd, formaður er frá VG og Sjálfstæðisflokkur á þar tvo fulltrúa. Nefndin samþykkti á fundi sínum erindi til bæjarráðs sem varðar vinnutilhögun við innleiðingu námsskrár á yngsta skólastiginu. Sjálfstæðismenn í bæjarráði, Gunnar Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, voru hins vegar mótfallnir erindinu og bókuðu sérstaklega um það í fundargerð bæjarráðs. Þá kemur að hinu áhugaverða í þessari uppákomu. Oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, og fulltrúi Vinstri grænna, varaformaður bæjarráðs, Ólafur Þór Gunnarsson, ganga skyndilega til liðs við minnihluta bæjarráðs, búa til meirihluta með Sjálfstæðisflokknum um þetta einstaka mál og skilja fulltrúa NæstBestaFlokksins, þann sem þetta ritar, eftir einan í minnihluta; þar sem mér virtist erindið vera ódýrasti og skynsamlegasti kosturinn í stöðunni ákvað ég að samþykkja það. Uppákoma af þessu tagi er nokkuð sérstök en þó ekki einsdæmi. Nokkrum sinnum hefur meirihluti bæjarráðs hafnað afgreiðslu úr nefnd frá sínum eigin meirihluta. Undirritaður hefur þó aldrei stundað slík vinnubrögð. Það má samt teljast einstakt að meirihluti verði að minnihluta með svo afgerandi hætti. Þegar fundargerð bæjarráðs frá 12/1 var tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn 24/1 ákvað fundurinn eftir fortölur fundarmanna að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Töldu þá oddviti Samfylkingar og Vinstri grænna að um misskilning hefði verið að ræða, báru fyrir sig þekkingar- og reynsluleysi, lögðu til að úr yrði bætt og málið tekið aftur fyrir. Meirihlutinn kom til sjálfs sín og hætti að vera í meirihluta með minnihlutanum og minnihlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð aftur að minnihluta og ákvað í þetta sinn að hafa ekki skoðun á málinu lengur og sat hjá. Niðurstaða er ekki fengin í erindi Leikskólanefndar nú fjórum vikum frá því erindið var lagt fram. Skilvirk stjórnsýsla. Meirihlutinn ræður, sagði maðurinn og konan. Það er ábyrgð okkar og skylda að mynda starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn, gott og vel, en þegar vinnubrögðin eru á þessa lund veltir maður því fyrir sér hvort það sé yfirleitt hægt eða nauðsynlegt. Uppákoman í bæjarráði 12/1 var ekki eina óvenjulega uppákoman þann daginn. Það kann að vera tilviljun en sama dag boðar formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, fulltrúa meirihlutans á fund með skömmum fyrirvara. Þar tilkynnti hún að Samfylkingin styddi ekki lengur bæjarstjórann og undir þetta tók oddviti Vinstri grænna. Þá var stungið upp á því að Guðríður Arnardóttir tæki við starfi bæjarstjóra. Málefni bæjarstjórans í þessu samhengi höfðu ekki verið rædd síðan í september á síðasta ári og þá tók oddviti Samfylkingar af allan vafa um það að hann sæktist ekki eftir þessu embætti, þannig að þetta voru sannarlega óvænt tíðindi. Mér var nokkur vandi á höndum. Ef ég styddi ekki þessa ákvörðun væri sjálfhætt fyrir mig í meirihlutasamstarfinu. Eftir nokkra umræðu óskaði ég eftir því að fá að ræða við mitt samstarfsfólk í NæstBestaFlokknum áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Næsti fundur meirihlutans var ákveðinn sunnudaginn 15. jan. Ákvörðun Samfylkingar og Vinstri grænna lá hins vegar fyrir og varð ekki haggað. Bæjarstjórinn naut ekki stuðnings þeirra og því ljóst að ekki var meirihluti fyrir því að hann héldi áfram störfum. Það sem hins vegar var ekki tekin ákvörðun um, var hvernig skyldi að þessu staðið. Það sem gerist síðan í framhaldinu vil ég kalla hreint klúður sem Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bera fulla ábyrgð á. Þau höfðu frumkvæðið og sáu um framkvæmdina. Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðanatökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirritaður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfsíkveikja sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. Þetta er nú rakið hér í stuttu máli til að benda á ótvíræða galla hins svokallaða meirihlutafyrirkomulags í bæjarstjórn. Mun vitlegra er að vinna að undirbúningi mála á samstarfsvettvangi allra flokka og síðan þegar kemur að afgreiðslu mála getur hver og einn bæjarfulltrúi tekið skynsamlega og upplýsta ákvörðun og greitt atkvæði í ljósi þess. Því fylgir töluverð vinna og ábyrgð að gegna trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Eðlilegast þætti mér að deila þeirri ábyrgð til allra þeirra framboða sem hljóta kjör. Vald bæjarfulltrúa kemur frá fólkinu, íbúum bæjarins. Þeirra ábyrgð og skylda er að vinna af heilindum fyrir fólkið. Þeir verða að setja hagsmuni einstaklinga og flokka til hliðar og axla þá ábyrgð sem þeir eru kjörnir til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 12. jan. sl. varð áhugaverð uppákoma í bæjarráði Kópavogs. Þá ákvað bæjarráð að hafna erindi Leikskólanefndar með 4 atkvæðum gegn 1. Formaður (S) og varaformaður bæjarráðs (VG) ákváðu án samráðs við meirihluta sinn í bæjarstjórn að sameinast minnihlutanum (D) og hafna erindi frá meirihlutanum sem á 3 fulltrúa í Leikskólanefnd, formaður er frá VG og Sjálfstæðisflokkur á þar tvo fulltrúa. Nefndin samþykkti á fundi sínum erindi til bæjarráðs sem varðar vinnutilhögun við innleiðingu námsskrár á yngsta skólastiginu. Sjálfstæðismenn í bæjarráði, Gunnar Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson, voru hins vegar mótfallnir erindinu og bókuðu sérstaklega um það í fundargerð bæjarráðs. Þá kemur að hinu áhugaverða í þessari uppákomu. Oddviti Samfylkingar og formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, og fulltrúi Vinstri grænna, varaformaður bæjarráðs, Ólafur Þór Gunnarsson, ganga skyndilega til liðs við minnihluta bæjarráðs, búa til meirihluta með Sjálfstæðisflokknum um þetta einstaka mál og skilja fulltrúa NæstBestaFlokksins, þann sem þetta ritar, eftir einan í minnihluta; þar sem mér virtist erindið vera ódýrasti og skynsamlegasti kosturinn í stöðunni ákvað ég að samþykkja það. Uppákoma af þessu tagi er nokkuð sérstök en þó ekki einsdæmi. Nokkrum sinnum hefur meirihluti bæjarráðs hafnað afgreiðslu úr nefnd frá sínum eigin meirihluta. Undirritaður hefur þó aldrei stundað slík vinnubrögð. Það má samt teljast einstakt að meirihluti verði að minnihluta með svo afgerandi hætti. Þegar fundargerð bæjarráðs frá 12/1 var tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn 24/1 ákvað fundurinn eftir fortölur fundarmanna að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Töldu þá oddviti Samfylkingar og Vinstri grænna að um misskilning hefði verið að ræða, báru fyrir sig þekkingar- og reynsluleysi, lögðu til að úr yrði bætt og málið tekið aftur fyrir. Meirihlutinn kom til sjálfs sín og hætti að vera í meirihluta með minnihlutanum og minnihlutinn, Sjálfstæðisflokkurinn, varð aftur að minnihluta og ákvað í þetta sinn að hafa ekki skoðun á málinu lengur og sat hjá. Niðurstaða er ekki fengin í erindi Leikskólanefndar nú fjórum vikum frá því erindið var lagt fram. Skilvirk stjórnsýsla. Meirihlutinn ræður, sagði maðurinn og konan. Það er ábyrgð okkar og skylda að mynda starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn, gott og vel, en þegar vinnubrögðin eru á þessa lund veltir maður því fyrir sér hvort það sé yfirleitt hægt eða nauðsynlegt. Uppákoman í bæjarráði 12/1 var ekki eina óvenjulega uppákoman þann daginn. Það kann að vera tilviljun en sama dag boðar formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir, fulltrúa meirihlutans á fund með skömmum fyrirvara. Þar tilkynnti hún að Samfylkingin styddi ekki lengur bæjarstjórann og undir þetta tók oddviti Vinstri grænna. Þá var stungið upp á því að Guðríður Arnardóttir tæki við starfi bæjarstjóra. Málefni bæjarstjórans í þessu samhengi höfðu ekki verið rædd síðan í september á síðasta ári og þá tók oddviti Samfylkingar af allan vafa um það að hann sæktist ekki eftir þessu embætti, þannig að þetta voru sannarlega óvænt tíðindi. Mér var nokkur vandi á höndum. Ef ég styddi ekki þessa ákvörðun væri sjálfhætt fyrir mig í meirihlutasamstarfinu. Eftir nokkra umræðu óskaði ég eftir því að fá að ræða við mitt samstarfsfólk í NæstBestaFlokknum áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. Næsti fundur meirihlutans var ákveðinn sunnudaginn 15. jan. Ákvörðun Samfylkingar og Vinstri grænna lá hins vegar fyrir og varð ekki haggað. Bæjarstjórinn naut ekki stuðnings þeirra og því ljóst að ekki var meirihluti fyrir því að hann héldi áfram störfum. Það sem hins vegar var ekki tekin ákvörðun um, var hvernig skyldi að þessu staðið. Það sem gerist síðan í framhaldinu vil ég kalla hreint klúður sem Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bera fulla ábyrgð á. Þau höfðu frumkvæðið og sáu um framkvæmdina. Það ber heldur ekki gott vitni um samstöðu innan meirihlutans þegar einum fulltrúa af sex er haldið utan við stórar ákvarðanatökur um leið og lagt er á ráðin að losna við þann hinn sama úr meirihlutasamstarfinu. Undirritaður lítur ekki svo á að hann hafi „sprengt“ meirihlutann. Þetta var sjálfsíkveikja sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bera fyrst og fremst ábyrgð á. Þetta er nú rakið hér í stuttu máli til að benda á ótvíræða galla hins svokallaða meirihlutafyrirkomulags í bæjarstjórn. Mun vitlegra er að vinna að undirbúningi mála á samstarfsvettvangi allra flokka og síðan þegar kemur að afgreiðslu mála getur hver og einn bæjarfulltrúi tekið skynsamlega og upplýsta ákvörðun og greitt atkvæði í ljósi þess. Því fylgir töluverð vinna og ábyrgð að gegna trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag. Eðlilegast þætti mér að deila þeirri ábyrgð til allra þeirra framboða sem hljóta kjör. Vald bæjarfulltrúa kemur frá fólkinu, íbúum bæjarins. Þeirra ábyrgð og skylda er að vinna af heilindum fyrir fólkið. Þeir verða að setja hagsmuni einstaklinga og flokka til hliðar og axla þá ábyrgð sem þeir eru kjörnir til.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun