Innlent

Meira fannst af gömlum pósti

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Þess eru dæmi að fólki berist jólakort nú í mars.
Þess eru dæmi að fólki berist jólakort nú í mars. Fréttablaðið/GVA
Íslandspóstur hefur þurft að hafa samband við fjölda fólks vegna þess að starfsmaður fyrirtækisins brást starfsskyldum sínum og bar ekki út póst til fólks. Þó nokkrir hafa fengið afsökunarbeiðni frá Íslandspósti ásamt langþráðum pósti. Jólakort, tímarit og bréf eru meðal þess sem hefur komið í leitirnar og komist til skila.

Íslandspóstur gerði viðvart um atvikin um miðjan febrúar og taldi eftir það allan póst hafa komist til skila. Annað hefur komið á daginn og enn er fólki að berast póstur vegna mistaka bréfberans.

Atvikin áttu sér stað í hluta Hlíðahverfis og í þremur póstburðarhverfum í Mosfellsbæ og Grafarvogi.

Íslandspóstur gerði viðvart um atvikin um miðjan febrúar og taldi eftir það allan póst hafa komist til skila. Annað hefur komið á daginn og enn er fólki að berast póstur vegna mistaka bréfberans.
Hildur Helga Gísladóttir er ein þeirra sem fengu afsökunarbeiðni frá Íslandspósti ásamt pósti sem henni barst ekki á tilteknum tíma. „Ég hef reyndar móttekið nokkur svona bréf og veit um marga aðra sem hafa gert það í gegnum árin. Í báðum tilfellum tímarit, annað kom tveimur mánuðum eftir útgáfudag.“

Í afsökunarbeiðninni er tekið fram að af óviðráðanlegum orsökum hafi ekki verið hægt að koma póstinum til skila. Þá er tekið fram að umræddur starfsmaður starfi ekki lengur hjá fyrirtækinu og að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar svo hægt verði að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×