LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ NÝJAST 15:30

Í beinni: Wales - Norđur-Írland | Enn ein bomban frá Bale?

SPORT

Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa

 
Enski boltinn
12:30 18. JANÚAR 2016
Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa
VÍSIR/GETTY

Diego Costa er ekki að glíma við alvarleg meiðsli en hann þurfti að fara af velli er Chelsea gerði 3-3 jafntefli við Everton á Stamford Bridge á laugardaginn.

Costa haltraði af velli á 80. mínútu eftir samstuð við Leighton Baines, bakvörð Everton. Hann hafði skorað fyrsta mark Chelsea sem lenti 2-0 undir en John Terry bjargaði svo stigi fyrir þá bláu seint í uppbótartíma.

Í fyrstu var óttast að Costa hefði fótbrotnað og var hann fluttur upp á sjúkrahús. Þar kom hins vegar í ljós að hann væri aðeins marinn en enn er óvíst hvort hann nái leiknum gegn Arsenal á sunnudag.

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, sagði eftir leik að hann gerði ekki ráð fyrir því að Chelsea myndi kaupa framherja nú í janúar og vonaðist til þess að endurheimta Costa sem fyrst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa
Fara efst