SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa

 
Enski boltinn
12:30 18. JANÚAR 2016
Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa
VÍSIR/GETTY

Diego Costa er ekki að glíma við alvarleg meiðsli en hann þurfti að fara af velli er Chelsea gerði 3-3 jafntefli við Everton á Stamford Bridge á laugardaginn.

Costa haltraði af velli á 80. mínútu eftir samstuð við Leighton Baines, bakvörð Everton. Hann hafði skorað fyrsta mark Chelsea sem lenti 2-0 undir en John Terry bjargaði svo stigi fyrir þá bláu seint í uppbótartíma.

Í fyrstu var óttast að Costa hefði fótbrotnað og var hann fluttur upp á sjúkrahús. Þar kom hins vegar í ljós að hann væri aðeins marinn en enn er óvíst hvort hann nái leiknum gegn Arsenal á sunnudag.

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, sagði eftir leik að hann gerði ekki ráð fyrir því að Chelsea myndi kaupa framherja nú í janúar og vonaðist til þess að endurheimta Costa sem fyrst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Meiđslin ekki alvarleg hjá Costa
Fara efst