Enski boltinn

Meiddustu mennirnir í ensku úrvalsdeildinni á þessari öld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Abou Diaby var mikið meiddur hjá Arsenal.
Abou Diaby var mikið meiddur hjá Arsenal. vísir/getty
Abou Diaby, fyrrverandi leikmaður Arsenal, er sá sem var lengst frá vegna meiðsla í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Veffsíðan physioroom.com, sem hefur haldið utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni síðan 2001, birti á dögunum rannsókn þar sem farið er yfir þá sem misst hafa af flestum leikjum í úrvalsdeildinni.

Sky Sports tók saman byrjunarlið meiddustu leikmannanna deildarinnar, en Diaby, sem leikur með Marseille í dag, hefur verið lengst frá af öllum.

Meiddasta byrjunarliðið.mynd/skysports.com
Diaby var í heildina frá í 2.156 daga þegar hann var á mála hjá Arsenal, en Tony Hibbert, bakvörður Everton, er í öðru sæti með 1.280 daga frá vegna meiðsla. Diaby með gott forskot.

Craig Cordon, fyrrverandi markvörður Sunderland, er í markinu og í vörninni standa þeir Tony Hibbert (Everton), Ledley King (Tottenham), Steven Taylor (Newcastle) og Benoit Assou-Ekotto (Tottenham).

Diaby er á miðjunni með öðrum leikmanni Arsenal, Tomás Rosický, og Owen Hargreves, fyrrverandi miðjumanni Manchester United, sem vann deildina og Meistaradeildina 2008 en spilaði svo lítið eftir það.

Þriðji Arsenal-maðurinn, Theo Walcott, er svo í framlínunni ásamt Victor Anichebe (Everton) og fyrrverandi Stoke-manninum Mamady Sidibe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×