ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 10:08

Búiđ ađ opna Reykjanesbrautina eftir bílslysiđ

FRÉTTIR

Međlimum í Ţjóđkirkjunni og trúfélögum múslima fćkkar

 
Innlent
23:33 24. MARS 2016
Agnes M. Sigurđardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurđardóttir er biskup Íslands. VÍSIR/ANTON BRINK

Færri eru skráðir meðlimir í trúfélögum múslima hér á landi í upphafi þessa árs heldur upphafi árs í fyrra. Meðlimum í Félagi múslima á Íslandi fækkaði um níu milli ára og eru þeir nú 475. Menningarsetur múslima á Íslandi stækkar hins vegar um einn meðlim á milli ára og telur félag þeirra nú 390 manns. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar.

Sóknarbörnum Þjóðkirkjunnar fækkaði um 4.805 milli ára en nú eru tæplega 238.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna. 71,6 prósent íbúa landsins eru skráðir í kirkjuna og hefur hlutfallið lækkað mjög á síðustu árum en árið 2009 voru til að mynda tæplega áttatíu prósent skráð í kirkjuna. Fólksflótti kirkjunnar nú meiri heldur en árin 2011-2015 samanlagt en á því tímabili skráðu 4.502 sig úr kirkjunni. Tæplega þrjúþúsund karlar skráðu sig úr kirkjunni milli ára miðað við tæplega tvöþúsund konur.

Átján ára og eldri í söfnuðinum fækkaði um 3.258 en þeim sem yngri voru fækkaði um tæplega helming þeirrar tölu.
Það trúfélag sem tók mestan vaxtakipp var félag Zúista en meðlimum þess fjölgaði úr fjórum í 3.087. Talsvert fleiri karlar skráðu sig í félagið en þeir eru 2.162. Þá vekur athygli að fáir undir átján ára aldri eru í félaginu eða aðeins 37 manns.

Meðlimum í Ásatrúarfélaginu fjölgaði einnig eða um 512 og eru þeir nú sléttu hundraði fleiri en í Zúistum. Fólki utan trú- og lífskoðunarfélaga fjölgaði einnig eða um 744. Tæplega sex prósent þjóðarinnar standa nú utan trúfélaga.

Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýnir fjölda sóknarbarna þjóðkirkjunnar undanfarin ár.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Međlimum í Ţjóđkirkjunni og trúfélögum múslima fćkkar
Fara efst