Með kisu á Hrafnistu: „Ég hélt ég myndi tjúllast ein“ Erla Björg Gunnardóttir skrifar 25. október 2016 21:15 Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira