Sport

McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali

McGregor horfir niður á Siver.
McGregor horfir niður á Siver. vísir/getty
Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær.

Þá sagði stjórnarformaður UFC, Lorenzo Fertitta, að McGregor væri að vissu leyti írska útgáfan af Muhammad Ali. Það fannst Íranum aðeins of mikið.

„Muhammad Ali er mjög sérstakur einstaklingur. Ég get ekki haldið því fram að ég sé eitthvað líkur honum. Hann breytti heiminum þannig að Ali er mjög sérstakur maður. Ég er samt heiðraður að fólk segi svona hluti. Ég er á minni eigin vegferð og geri það sem ég geri best," sagði McGregor.

UFC er að setja alla sína peninga á að McGregor verði næsta risastjarna í íþróttinni og hafa auglýst McGregor og bardagann ítarlega í Bandaríkjunum.

McGregor hefur lofað því að rota Siver á innan við tveim mínútum.

„Ég hef gefið upp minn spádóm og ég hef alltaf rétt fyrir mér," sagði Íslandsvinurinn af sinni rómuðu hógværð.

McGregor hefur aðeins keppt fjórum sinnum í UFC og unnið alla sína bardaga. Ef hann klárar Siver fær hann að keppa við heimsmeistarann Jose Aldo.

Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×