Enski boltinn

McArthur til Crystal Palace fyrir metfé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McArthur er dýrasti leikmaður í sögu Crystal Palace.
McArthur er dýrasti leikmaður í sögu Crystal Palace. Vísir/Getty
Crystal Palace greiddi Wigan Athletic sjö milljónir punda fyrir miðjumanninn James McArthur í gærkvöldi, en Palace hefur aldrei borgað jafn mikið fyrir leikmann í sögu félagsins.

McArthur, sem er 26 ára Skoti, skrifaði undir þriggja ára samning við Palace, en upphaflega átti hann að ganga til liðs við Leicester City.

McArthur kom til Wigan frá Hamilton Academicals fyrir 500.000 pund í júlí 2010. Hann lék 156 leiki fyrir Wigan og skoraði í þeim tólf mörk. McArthur varð bikarmeistari með félaginu vorið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×