Mayweather: Conor er ađ blása reyk upp í rassinn á fólki

 
Sport
23:45 14. DESEMBER 2016
Ţađ er draumur margra ađ sjá Conor og Mayweather berjast.
Ţađ er draumur margra ađ sjá Conor og Mayweather berjast.

Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast.

Í fyrsta lagi þar sem Mayweather berst alltaf í Las Vegas og hnefaleikaleyfi í Kaliforníu hjálpar því ekki Conor þar.

Svo segir Mayweather að þetta sé bara auglýsingabrella hjá Conor til að halda sér í umræðunni og næla í fleiri aðdáendur.

„Ég berst ekki í Kaliforníu og því í ósköpunum var hann að næla sér í leyfi þar? Ég skal bara segja ykkur eins og er. Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki. Hann vill í alvörunni ekki berjast við mig. Ég er þegar búinn að tala við yfirmann hans,“ sagði Mayweather.

„Hann er bara að þessu til að halda nafninu sínu á lofti. Vera áfram í umræðunni þó svo hann vilji ekki berjast við mig. Hann er að næla sér í fleiri aðdáendur og þetta er klókt hjá honum.“

Conor sjálfur gaf lítið fyrir þessi ummæli Mayweather.

„Floyd má fara til fjandans. Hvað ætlar hann að gera? Ég er að leita að hverjum sem er enda er það ég sem kem með stóru tölurnar.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Mayweather: Conor er ađ blása reyk upp í rassinn á fólki
Fara efst