Innlent

Mataræði á kynþroskaskeiðinu hefur áhrif á myndun krabbameins

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Það hvað strákar borða á kynþroskaskeiðinu hefur áhrif á það hvort þeir fái blöðruhálskrabbamein síðar á ævinni. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn.

Jóhanna Eyrún varði doktorsrannsókn sýna í dag í Háskóla Íslands. Rannsóknin var nokkuð umfangsmikil. Kannaðar voru fæðuvenjur fólks fætt á árunum 1905 til 1935 og áhrifin á blöðruhálskrabbamein.

„Við sjáum að það virðist greinilega skipta máli hvað þú ert að borða á unga aldri," segir Jóhanna. „Það virðist auka áhættuna á að þú fáir langt gengið mein seinna á ævinni, það eru sem sagt vissar fæðutegundir sem hafa áhrif þar á."

Þannig sýnir rannsóknin að það hvað strákar borða á unglingsárunum eða á þeim árum sem þeir eru að verða kynþroska skiptir máli.

„Við sjáum að þeir sem drukku mjög mikla mjólk, og við höldum að það hafi verið mjög mikil mjólk, það virðist auka áhersluna og líka mikil neysla á reyktum og söltum fisk. En rúgbrauðið sýnir ákveðna vernd gegn langt gengnu meini í blöðruhálsi."

Þá sýnir rannsóknin einnig að það að fólk taki lýsi þegar það eldist getur dregið úr líkum á því að fá blöðruhálskrabbamein.

„Það virðist skipta máli að taka lýsi reglulega á efri árum ef þú ert að hugsa um blöðruhálskirtilinn."

Hún vonast til að geta rannskaðað betur áhrif mataræðis á krabbamein.

Okkur langar mjög mikið að skoða þetta líka fyrir brjóstakrabbamein hjá konum," segir Jóhanna,.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×