LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 23:31

Ráđherrann sem reyndi ađ bjarga lögreglumanninum heiđrađur

FRÉTTIR

Martin valin sjötti besti evrópski leikmađurinn í bandaríska háskólaboltanum

 
Körfubolti
13:15 22. JANÚAR 2016
Martin Hermannsson í leik međ Íslandi á Eurobasket.
Martin Hermannsson í leik međ Íslandi á Eurobasket. VÍSIR/VALLI

Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er að standa sig vel með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum og svo vel að menn eru farnir að flokka hann með bestu evrópsku strákunum.

Bleacher report heimasíðan hefur sem dæmi valið úrvalslið evrópskra leikmanna og þar setur hún Martin sem besta sjötta manninn. Karfan.is vakti athygli á þessu í dag.

Martin Hermannsson er á sínu öðru tímabili af fjórum með LIU Brooklyn liðinu og í vetur er hann með 14,4 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Martin er að hitta úr 39 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna og hefur hækkað skotnýtinguna mikið frá sínu fyrsta ári. Hann er síðan að nýtt 88,9 prósent víta sinna sem er næstbesta vítanýtingin í Northeast Conference.

Martin var með 12 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar liðið tapaði á móti Fairleigh Dickinson skólanum en Martin tók aðeins 6 skot í öllum leiknum. Hann var einnig með 4 fráköst og 2 stolna bolta.

Meðal þeirra evrópsku leikmanna sem eru á undan Martin í vali Bleacher report er Litháinn Domantas Sabonis sem er sonur Arvydas Sabonis. Hinir eru Federica Mussini frá Ítalíu, Jarelle Reischel frá Þýskalandi, Egor Koulechov frá Rússlandi og Jakob Poeltl frá Austrríki.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Martin valin sjötti besti evrópski leikmađurinn í bandaríska háskólaboltanum
Fara efst