Lífið

Markaður handverkskvenna

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Einn hluti af Félagsstarfinu er Prjónakaffið. Þá hittast fimmtíu konur og taka til prjónanna. Hér eru fremstar í flokki Jóna, Sigrún og Ása Hildur sem verða með handverk sitt til sölu á markaðnum.
Einn hluti af Félagsstarfinu er Prjónakaffið. Þá hittast fimmtíu konur og taka til prjónanna. Hér eru fremstar í flokki Jóna, Sigrún og Ása Hildur sem verða með handverk sitt til sölu á markaðnum. vísir/gva
Sannkölluð markaðsstemning mun ríkja í Gerðubergi í dag þegar handverkskonur bjóða fólki að kaupa alls kyns vörur; prjónaðar flíkur, hekluð listaverk, skartgripi og málverk.

„Þetta er lokadagur vorsýningar Félagsstarfsins en hjá okkur starfa fjölbreyttir handverkshópar. Á vorsýningunni má meðal annars sjá bókband, bútasaum, gler, postulínsmálun, tálgun og útskurð og eru sýnendur yfir níutíu talsins,“ segir Anna Kristín Bjarnadóttir, umsjónarmaður Félagsstarfsins.

Anna Kristín segir Félagsstarfið vera mikilvægan þátt í daglegu lífi fjölmargra borgarbúa en starfið er öllum opið óháð aldri. Fólk kemur víða að til að taka þátt og því er starfið ekki bundið við Breiðholtsbúa. Eftir mikla frjósemi og framleiðni eftir skemmtilegan vetur er haldin sýning á hverju ári.

„Sýningin er okkar uppskeruhátíð og svo hafa nokkrir kosið að bjóða sitt verk til sölu í dag á markaðnum.“

Hvað: Handverksmarkaður 

Hvar: Gerðuberg í Breiðholti.

Hvenær: Sunnudagur, klukkan 14-16 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×