Enski boltinn

Mark Clattenburg hættur að dæma í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Vísir/Getty
Mark Clattenburg, einn besti dómari í heimi, er hættur að dæma í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar að þiggja starf í Sádí-Arabíu.  Þetta kemur fram í enskum miðlum.

Mark Clattenburg dæmdi bikarúrslitaleikinn í Englandi, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópumótsins á síðasta ári sem er mögnuð þrenna.

Hinn 41 árs gamli Mark Clattenburg sagði í desember að hann væri að skoða tilboð frá Sádí-Arabíu og hann hefði áhuga á því að dæma í kínversku deildinni.

Nú hefur hann væntanlega dæmt sinn síðasta leik á ensku úrvalsdeildinni en næsta umferð er ekki fyrr en 25. febrúar næstkomandi.

Mark Clattenburg hefur dæmt í enska boltanum frá árinu 2000 þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni aðeins 25 ára gamall.

Hann hefur síðan dæmt í ensku úrvalsdeildinni frá 2004 og hann hefur verið FIFA-dómari frá 2006.

Clattenburg skrifaði undir eins árs samning um að vera yfirmaður dómaramála í Sádí Arabíu með möguleika á framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×