Innlent

Margmenni en rólegheit í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. MYND/Ómar

Mikill fjöldi fóllks hefur verið á gangi um Vestmannaeyjabæ í alla nótt og var enn fjölmenni í bænum á sjöunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu var óvenjufjölmennt í bænum í nótt, miðað við sömu nætur undanfarin ár. Aðeins tveir voru vistaðir í fangageymslum, ekki þó vegna óspekta, heldur til þess að þeir færu sér ekki að voða vegna ölvunar. Nokkrir þurftu að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsinu vegna vegna óhappa og lítils háttar pústra, en engin mál hafa verið kærð til lögreglu. Annars staðar á landinu var líka óvenjurólegt, samanborið við verslunarmannahelgar undanfarinna ára. Þrátt fyrir fjölmenni í miðborg Reykjavíkur kom til dæmis ekki til neinna vandræða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×