Innlent

Mannslátið á Hvammstanga: Ríkissaksóknari lætur málið falla niður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Hvammstanga þar sem maðurinn lést þann 15. júní síðastiðinn.
Frá Hvammstanga þar sem maðurinn lést þann 15. júní síðastiðinn. Vísir/Jón Sigurður
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru vegna mannsláts sem varð á Hvammstanga þann 15. júní síðastliðið sumar. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu leiddi rannsókn hvorki í ljós að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti né þótti 221. grein almennra hegningarlaga eiga við. Í henni segir að viðurlög við því að koma manni í lífsháska ekki til bjargar varði allt að tveggja ára fangelsi.

Maðurinn sem lést hét Tomasz Krzeczkowski og bjó á Hvammstanga. Banameinið var þungt höfuðhögg sem leiddi til þess að höfuðkúpan brotnaði og blæddi inn á heilann. Talið er að hann hafi hlotið höfuðáverkann við fall í jörðu.

Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og tveir þeirra í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá sættu þeir farbanni um tíma.

Tíu mánuðir eru liðnir síðan Krzeczkowski lést. Rannsókn lögreglu tók nokkurn tíma en hluti hennar, krufningin og DNA-rannsókn sem framkvæmd var í Svíþjóð, var tímafrekur. Málið fór inn á borð ríkissaksóknara um áramótin og hefur málið nú verið fellt niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×