Mannréttindastofnun verður komið á fót 17. desember 2012 06:30 Ögmundur Jónasson segist tilbúinn að skoða allar hugmyndir um form á nýju stofnuninni, meðal annars að byggja á Mannréttindaskrifstofu. Álfheiður Ingadóttir vill útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis. fréttablaðið/valli Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira