Enski boltinn

Manchester United horfir aftur til Gaitán

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nicolás Gaitán er eftirsóttur.
Nicolás Gaitán er eftirsóttur. vísir/getty
Argentínski vængmaðurinn Nicolás Gaitán er sagður kominn aftur á radar Manchester United en enska félagið hefur haft áhuga á honum í nokkur ár.

Portúgalska dagblaðið Daily Record heldur þessu fram í dag og segir United leiða kapphlaupið um Argentínumanninn.

Atlético Madrid og Zenit frá Pétursborg eru einnig sögð áhugasöm um Gaitán sem mun kosta allt að 35 milljónir punda verði hann keyptur frá Benfica í sumar.

Gaitán er búinn að skora tvö mörk og gefa tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum fyrir Benfica á yfirstandandi leiktíð.

Þessi 27 ára gamli leikmaður kom til Benfica frá Boca Juniors í heimalandinu fyrir sex árum og hefur síðan skorað 35 mörk í 237 leikjum í öllum keppnum auk þess að leggja upp haug af mörkum.

Gaitán gerði nýjan samning í desember á síðasta ári sem gildir út tímabilið 2019. Riftunarverð hans var á sama tíma hækkað úr 25 milljónum punda í 35 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×