Viðskipti innlent

Máli Benedikts Eyjólfssonar áfrýjað til Hæstaréttar

Saksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar nýlegum dómi yfir Benedikt Eyjólfssyni, oftast kenndum við Bílabúð Benna.

Fyrr í vetur var Benedikt dæmdur í héraðsdómi til að greiða ásamt fyrirtæki sínu 750 þúsund króna sekt í ríkissjóð þar sem Benedikt hafði ekki skilað ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir árin 2006 til 2010 fyrr en of seint.

Saksóknari telur þennan dóm alltof vægan en hann fór fram á þriggja mánaða fangelsi og 5 milljón króna sekt fyrir brot Benedikts í héraðsdómi.

Benedikt Eyjólfsson furðar sig á því að saksóknari hafi ákveðið að áfrýja málinu gegn honum til Hæstaréttar. Benedikt segir að Bílabúð Benna hafi ætíð skilað skattframtali og greitt alla sína skatt á réttum tíma í 38 ára sögu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×