Erlent

Maður skotinn til bana við sendiráð Ísrael í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Maður vopnaður hnífi var skotinn í dag þegar hann reyndi að ryðja sér leið inn í sendiráð Ísrael í Ankara í Tyrklandi. Engan annan sakaði en nokkrum sendiráðum í borginni hafði verið lokað í vikunni vegna upplýsinga um mögulega hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn var særður á fæti.

Yfirvöld í Ankara segja hins vegar að maðurinn virðist hafa verið í tilfinningalegu ójafnvægi og að engin tengsl hafi fundist á milli hans og hryðjuverkasamtaka.

Sprengjusérfræðingar rannsaka nú pakka nærri sendiráðinu sem þykir grunnsamlegur.

Íslamska ríkið og Verkamannaflokkur Kúrda hafa gert nokkrar mannskæðar árásir í Tyrklandi á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×