Enski boltinn

Lykilmaður West Ham missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cresswell hefur verið ein styrkasta stoð West Ham-liðsins undanfarin tvö ár.
Cresswell hefur verið ein styrkasta stoð West Ham-liðsins undanfarin tvö ár. vísir/getty
Aaron Cresswell, einn besti leikmaður West Ham United undanfarin tvö ár, er meiddur á hné og verður frá keppni í allt að fjóra mánuði.

Hinn 26 ára gamli Cresswell meiddist í 3-0 sigri West Ham á þýska liðinu Karlsruher á laugardaginn og nú er komið í ljós að hann verður lengi frá.

Cresswell kom til West Ham frá Ipswich Town sumarið 2014. Vinstri bakvörðurinn hefur leikið 75 af 76 deildarleikjum West Ham frá því hann kom og skorað fjögur mörk.

Creswell hefur staðið sig virkilega vel hjá West Ham og var m.a. valinn leikmaður ársins hjá félaginu tímabilið 2014-15.

West Ham sækir Chelsea heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, mánudaginn 15. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×