Körfubolti

Lykilleikmaður Golden State handtekinn | Ólympíusætið í hættu?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Draymond niðurlútur á blaðamannafundi eftir leik sjö hjá Golden State gegn Cleveland.
Draymond niðurlútur á blaðamannafundi eftir leik sjö hjá Golden State gegn Cleveland. Vísir/Getty
Einn af lykilleikmönnum Golden State Warriors í NBA-deildinni, Draymond Green, var handtekinn á veitingarstað í Michigan um helgina en hann var sakaður um að hafa ráðist á annan mann á veitingarstaðnum.

Forráðamenn Golden State sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þeir tilkynntu að að málið yrði tekið til skoðunar en forráðamenn bandaríska landsliðsins vildu ekki tjá sig.

Green var á dögunum valinn í bandaríska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Ríó en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi Golden State Warriors undanfarin tímabil.

Var hann lykilleikmaður í liði Warriors sem bætti met Chicago Bulls þegar Golden State tókst að vinna 73 leiki á tímabilinu í NBA-deildinni en liðinu mistókst að verja titilinn í úrslitunum gegn Cleveland Cavaliers.

Green þarf að mæta fyrir rétt þann 20. júlí næstkomandi en verði hann dæmdur sekur má hann eiga von á allt að 93 daga fangelsi og 500 dollara sekt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×