Viðskipti innlent

LSR keypti í N1 fyrir 87 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Undanfarin þrjú ár hafa eignir sjóðsins aukist um 134,8 milljarða króna.
Undanfarin þrjú ár hafa eignir sjóðsins aukist um 134,8 milljarða króna. Vísir/Arnþór
Lífeyrissjóður starfsmanna ­ríkisins (LSR) keypti í gær fimm milljónir hluta í olíufélaginu N1 fyrir um 87 milljónir króna.

LSR á nú 5,2 prósent í N1 eða 52 milljónir hluta. Í tilkynningu sjóðsins til Kauphallarinnar segir að A-deild hans eigi nú 3,38 prósenta hlut í N1, B-deildin 1,56 prósent, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins séreign 0,07 prósent og lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 0,19 prósent.

Sjóðurinn tilkynnti nýverið að ávöxtun eigna LSR á árinu 2013 hefði verið mjög góð. Heildareignir námu 485 milljörðum króna í árslok 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×