Handbolti

Löwen tapaði fyrsta leiknum | Oddur skoraði 10

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alexander í leik með Löwen
Alexander í leik með Löwen vísir/getty
Alexander Petersson skoraði 2 mörk og Guðjón valur Sigurðsson ekkert þegar Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Löwen tapaði fyrir Flensburg á heimavelli 21-17 eftir að hafa verið 13-7 undir í hálfleik. Flensburg er með fullt hús stiga eftir fjóa leiki.

Füchse Berlin skellti Bergischer 31-20. Bjarki Már Elísson var ekki meðal markaskorar Berlínarrefanna og Arnór Þór Gunnarsson skoraði 1 mark fyrir Bergischer.

Erlingur Richardsson þjálfar Füchse sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.

Balingen-Weilstetten sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar tapaði 26-19 fyrir Gummersbach á útivelli.

Oddur Gretarsson fór mikinn fyrir Emsdetten sem lagði HSG Konstanz 33-23 í þýsku b-deildinni. Oddur skoraði 10 mörk í leiknum í aðeins 13 skotum.

Ragnar Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir Hüttenberg sem lagði Nordhorn-Lingen 29-21.

Eisenach lagði Aue 25-24. Árni Sigtryggsson skoraði 4 mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson sitt markið hvor. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×