Enski boltinn

Löw: Podolski þarf að spila meira

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Podolski er úti í kuldanum hjá Arsenal.
Podolski er úti í kuldanum hjá Arsenal. vísir/getty
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, segir að Lukas Podolski verði að spila reglulega til að halda sæti sínu í landsliðinu fyrir EM 2016.

„Ég vil sjá hann spila a.m.k. 30-40 leiki á næsta tímabili. Hann þarf bara að spila,“ sagði Löw.

„Það að spila ekki reglulega í tvö ár er ekki góður undirbúningur fyrir EM,“ sagði Löw um Podolski sem hefur leikið 125 landsleiki fyrir Þýskaland.

Podolski lék sem lánsmaður hjá Inter seinni hluta síðasta tímabils en hann er samningsbundinn Arsenal.

Ekki þykir líklegt að Podolski komi mikið við sögu hjá Skyttunum á næsta tímabili en hann hefur verið sterklega orðaður við Tyrklandsmeistara Galatasary að undanförnu.

„Hann ætti að setjast niður með Arsene Wenger og fá að vita hvaða hlutverk honum er ætlað hjá Arsenal. Ef Wenger sér Podolski fyrir sér sem varamann ætti hann að íhuga stöðu sína,“ bætti Löw við en Þjóðverjar eru sem kunnugt er ríkjandi heimsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×